Nýtt og réttlátara skattkerfi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 30. nóvember 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar