Hefjum upp umræðuna 3. október 2009 06:00 Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun