Handbolti

Deildarbikarinn á sínum stað þrátt fyrir allt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Framarar fagna sigri í deildarbikarnum fyrir tveimur árum.
Framarar fagna sigri í deildarbikarnum fyrir tveimur árum.

Stjórn handknattleikssambands Íslands ákvað á fundi sínum í dag að deildarbikarkeppni HSÍ myndi fara fram á milli jóla og nýárs eins og á undanförnum árum.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði við Fréttablaðið í síðustu viku að líklega yrði keppnin slegin af.

„Það er afar líklegt að þetta mót verði slegið af. Þessi keppni var upphaflega sett á þar sem það var engin úrslitakeppni en nú er hún komin aftur og þá er þessi keppni í raun orðin óþörf," sagði Einar þá.

Leikirnir fara fram sunnudaginn 27. og mánudaginn 28. desember en leikstaður hefur ekki enn verið ákveðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×