Denver vann 58 stiga sigur í New Orleans og jafnaði NBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 09:15 Chauncey Billups og aðrir lykilmenn Denver gátu slappað af á bekknum. Mynd/GettyImages Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira