Skálkaskjólið 5. nóvember 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun