Sláturtíð Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 24. september 2009 06:00 Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun