Tíu myndir á franskri hátíð 15. janúar 2009 06:00 Opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar, Entre les murs, eða Skólabekkurinn, hlaut Gullpálmann á Cannes-hátíðinni síðasta vor. Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira