Körfubolti

Lakers burstaði Cleveland

LeBron James og félagar máttu sín lítils gegn Lakers í nótt
LeBron James og félagar máttu sín lítils gegn Lakers í nótt AP

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar stórsigur LA Lakers á Cleveland Cavaliers 105-88 í Los Angeles.

Pau Gasol var stigahæstur í liði Lakers með 22 stig og 12 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 þrátt fyrir að fara úr lið á fingri í leiknum. LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland, en hér var á ferðinni einvígi tveggja af bestu liðum deildarinnar. Þau mætast á ný í byrjun febrúar og sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Boston vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Phoenix heima 104-87. Rajon Rondo skoraði 23 stig fyrir Boston en Shaquille O´Neal var með 16 stig og 11 fráköst fyrir Phoenix.

Houston vann nauman sigur á Denver 115-113 á heimavelli. JR Smith skoraði 24 stig fyrir Denver en Yao Ming 31 fyrir Houston.





Þristur frá Paul tryggði New Orleans sigurinn

Dallas stöðvaði sjö leikja sigurhrinu Philadelphia með 95-93 sigri á útivelli þar sem Dirk Nowitzki tryggði Dallas sigurinn með körfu í lokin. Hann skoraði 24 stig fyrir Dallas en Lou Williams 25 fyrir heimamenn.

Chris Paul tryggði New Orleans sigur á Indiana 103-100 með þristi í blálokin. Paul skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum en Danny Granger 30 fyrir Indiana.

Þá vann San Antonio nauman sigur á liði Charlotte 86-84. Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst hjá San Antonio en Raja Bell 25 stig hjá Charlotte, sem hefur heldur verið að rétta úr kútnum að undanförnu.

Úrslitin í nótt:

Houston Rockets 115-113 Denver Nuggets

LA Lakers 105-88 Cleveland Cavaliers

Golden State Warriors 119-98 Washington Wizards

Boston Celtics 104-87 Phoenix Suns

LA Clippers 86-94 Minnesota Timberwolves

Philadelphia 76ers 93-95 Dallas Mavericks

Memphis Grizzlies 79-87 Detroit Pistons

Portland Trail Blazers 102-85 Milwaukee Bucks

New York Knicks 102-98 Chicago Bulls

Atlanta Hawks 87-84 Toronto Raptors

New Orleans Hornets 103-100 Indiana Pacers

Charlotte Bobcats 84-86 San Antonio Spurs

Staðan í NBA

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×