Körfubolti

Wade skoraði fimmtíu stig í þríframlengdum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade er að spila stórkostlega þessa dagana.
Dwyane Wade er að spila stórkostlega þessa dagana. Mynd/GettyImages

Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn fyrir Miami Heat í kvöld þegar liðið vann 140-129 sigur á Utah í þríframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Wade skoraði 50 stig í annað skiptið á einum mánuði og var auk þess aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni.

Miami vann upp sjö stiga forskot Utah á síðustu 55 mínútunum til þess að tryggja sér framlengingu og kom einnig til baka eftir að hafa lent átta stigum undir í fyrstu framlengingunni.

Wade var með 50 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum og Jermaine O'Neal var með 28 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. Deron Williams var með 30 stig og 13 stosðendingar hjá Utah.

Dwyane Wade bætti stigamet Miami fyrr í leiknum þegar hann skoraði sitt 21 stig og komst fram úr Alonzo Mourning. Mourning skoraði 9459 stig í 593 leikjum fyrir Miami en Wade er núna kominn með 9489 í 380 leikjum með Miami.

 





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×