Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 20:17 Naysmith fagnar marki sínu á Laugardalsvellinum árið 2002. Mynd/Getty Images Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith. Íslenski boltinn Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith.
Íslenski boltinn Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira