Sköpunarkraftur gegn kreppu Össur Skarphéðinsson skrifar 11. janúar 2009 10:17 Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi leyst fjötra af sköpunargleði Íslendinga. Nýjar hugmyndir vella fram úr háskólum, fyrirtækjum og bílskúrum einsog úr sjóðandi hver. Þetta eru sprotar að nýrri framtíð. Þeir þurfa ekki megawött til að skapa auð. Orkan sem knýr þá er forvitni, menntun og hugarafl - auk endalausrar bjartsýni. Í þessa ágætu blöndu vantar oft startkapítal. Skapandi sprotar og smáyrkjar þurfa þessvegna vind í seglin frá stjórnvöldum til að geta um síðir aflað Íslandi mikils fengs. Markmið okkar á að vera að sigla út úr kreppunni með sterkara og betra atvinnulíf.Aukin framlög til nýsköpunar Í iðnaðarráðuneytinu erum við því önnum kafin við að byggja upp öflugt stuðningskerfi fyrir sprota og hátækniiðnað. Þar fléttast saman skapandi leiðsögn Nýsköpunarmiðstöðvar, beinn fjárhagslegur stuðningur Tækniþróunarsjóðs og þolinmótt fjármagn, bæði í sterkum Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og innan tíðar í öflugu Frumtaki, sem mun láta að sér kveða strax í næstu viku. Sá sjóður er óskabarn og mun verða mikilvægt vaxtarmegn fyrir íslenska nýsköpun. Flaggskip iðnaðarráðuneytisins í því skapandi umhverfi sem við erum að byggja upp fyrir sprotafyrirtækin er Tækniþróunarsjóður. Árlega berast sjóðnum um 100 umsóknir, og þriðjungur hlýtur brautargengi. Langflest verkefnanna, eða 2/3, eru á forræði nýsköpunarfyrirtækja, stórra og smárra, fjórðungi er stýrt af rannsóknarstofnunum, og tíunda hluta af háskólum. Það er til marks um einbeittan vilja til að efla nýsköpun í atvinnulífinu að Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar um að efla framlög til sjóðsins verulega á ári kreppunnar. Hann hefur nú til umráða hærri fjárhæð en nokkru sinni, eða 690 milljónir, og veitir allt að 30 milljóna króna styrki til þriggja ára.Nýir frumherja- og markaðsstyrkir Það voru forréttindi að geta í gær kynnt tvo nýja styrkjaflokka á vegum Tækniþróunarsjóðs. Sérstakir Frumherjastyrkir verða nú veittir í fyrsta sinn til frumkvöðla og sprotafyrirtækja með verkefni á byrjunarstigi. Tilgangurinn er að gera frumherjum kleift að þróa góðar hugmyndir af frumstigi, og fleyta nægilega langt til að þær uppfylli skilyrði sjóðsins fyrir lengra komin verkefni. Styrkurinn getur numið 10 milljónum króna. Kröfur verða gerðar um verulegt nýnæmi, en til að auðvelda framgang verkefnanna eru kröfur um mótframlag lækkaðar um helming. Þegar sprotafyrirtæki hefur gengið í gegnum þróunarskeið og er komið með fullbúna vöru er fjármagn gjarnan á þrotum. Sprotann brestur burði til að koma afurðinni á markað. Það lokar um leið fyrir möguleika hans til að sækja sér þolinmótt fjármagn í formi hlutafjárkaupa Nýsköpunarsjóðs, en forsenda þess er trúverðug markaðsáætlun. Þetta er oft erfiðasti tálminn á vegferð sprotanna, og stundum kallaður "nýsköpunargjáin". Til að brúa hana hefur iðnaðarráðuneytið ákveðið að stofna flokk nýrra styrkja, svokallaða Brúarstyrki. Þeir eiga að greiða fyrir markaðssetningu og markaðsrannsóknir og geta fyrsta kastið numið allt að 5 milljónum króna. Hér er um algert nýmæli að ræða. Það mun stórauka möguleika smáyrkja og sprotafyrirtækja til að brjótast inn á gjöfula markaði.Öflugur þolinmæðissjóður Róttæk breyting verður svo í umhverfi sprotafyrirtækja í næstu viku þegar sjóðurinn Frumtak, sem ætlað er að útvega öflugum nýsköpunarsprotum þolinmótt fjármagn, tekur fyrstu ákvörðun sína um fjárfestingu í sprotafyrirtæki. Frumtak er samlagssjóður íslenska ríkisins, bankanna og sex stærstu lífeyrissjóðanna. Hann hefur svigrúm til að fjárfesta rúmlega fjóra milljarða króna á sjö ára líftíma, og vonir standa til að það aukist síðar á árinu um einn milljarð með þátttöku European Investment Fund. Sjóðurinn er ekki feigur, því á síðustu tólf árum hefur iðnaðarráðuneytið þurft þvisvar að blása í hann lífi - nú síðast þegar bankarnir hrundu. Ráðgert er að Frumtak fjárfesti 50 til 100 milljónir króna í 8 til 12 fyrirtækjum á hverju ári, samtals í kringum einn milljarð. Sjóðurinn mun taka ákvörðun um sína fyrstu sprotafjárfestingu í næstu viku, og starfsemi hans mun galopna nýjar dyr fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi.Þrenns konar Öndvegisstyrkir Þessu til viðbótar er ákveðið að verja samtals 270 milljónum króna á næstu þremur árum í sérstaka Öndvegisstyrki á þremur völdum sviðum: Orkulíftækni í þágu innlendrar vistvænnar eldsneytisframleiðslu; vistvænna bygginga og skipulags auk hagnýtra rannsókna um sjálfbæra ferðaþjónustu. Á hverju sviði verða veittir 1-2 styrkir í ár, og verkefnin halda þeim í þrjú ár. Þetta er gert í krafti ákvæða um sérstakar markáætlanir í lögum um Tækniþróunarsjóð. Sérstök áhersla verður lögð á náin tengsl við atvinnulífið, og beina þátttöku fyrirtækja. Í efnahagslægðinni, þar sem margir öflugir og velþjálfaðir starfsmenn hafa misst atvinnu sína, hefur iðnaðarráðuneytið einnig beitt sér fyrir samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð um að sjóðurinn leggi fullar atvinnuleysisbætur með starfsmönnum sem sprota- og nýsköpunarfyrirtæki ráða til sín af atvinnuleysisskrá. Fyrirtækin greiða síðan sjálf það sem á vantar. Þetta mun í senn styrkja fyrirtækin og skapa hundruðum Íslendinga sem misst hafa vinnu möguleika á að hasla sér völl á nýjum vettvangi.Auðlegð Íslands Kreppan má ekki drepa niður trúna á tækifærin sem felast í sterku menntakerfi, öflugum auðlindum og traustu velferðarkerfi. Í iðnaðarráðuneytinu höfum við mótað skýra stefnu um atvinnulíf morgundagsins. Hún byggist á þekkingarframleiðslu, nýsköpun og hátækni, skapandi afþreyingu, ferðaþjónustu á grundvelli náttúru og menningar, og skynsamlegri nýtingu á auðlindum til lands og sjávar - og undir hafsbotninum líka. Öflugur stuðningur við nýsköpun er besta leiðin til að breyta efnilegum sprotafyrirtækjum í sterka framtíðarstofna. Sá stuðningur verður endurgoldinn af fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi sem mun skapa Íslendingum mikilvægar gjaldeyristekjur og fjölda vellaunaðra starfa fyrr en varir. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi leyst fjötra af sköpunargleði Íslendinga. Nýjar hugmyndir vella fram úr háskólum, fyrirtækjum og bílskúrum einsog úr sjóðandi hver. Þetta eru sprotar að nýrri framtíð. Þeir þurfa ekki megawött til að skapa auð. Orkan sem knýr þá er forvitni, menntun og hugarafl - auk endalausrar bjartsýni. Í þessa ágætu blöndu vantar oft startkapítal. Skapandi sprotar og smáyrkjar þurfa þessvegna vind í seglin frá stjórnvöldum til að geta um síðir aflað Íslandi mikils fengs. Markmið okkar á að vera að sigla út úr kreppunni með sterkara og betra atvinnulíf.Aukin framlög til nýsköpunar Í iðnaðarráðuneytinu erum við því önnum kafin við að byggja upp öflugt stuðningskerfi fyrir sprota og hátækniiðnað. Þar fléttast saman skapandi leiðsögn Nýsköpunarmiðstöðvar, beinn fjárhagslegur stuðningur Tækniþróunarsjóðs og þolinmótt fjármagn, bæði í sterkum Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og innan tíðar í öflugu Frumtaki, sem mun láta að sér kveða strax í næstu viku. Sá sjóður er óskabarn og mun verða mikilvægt vaxtarmegn fyrir íslenska nýsköpun. Flaggskip iðnaðarráðuneytisins í því skapandi umhverfi sem við erum að byggja upp fyrir sprotafyrirtækin er Tækniþróunarsjóður. Árlega berast sjóðnum um 100 umsóknir, og þriðjungur hlýtur brautargengi. Langflest verkefnanna, eða 2/3, eru á forræði nýsköpunarfyrirtækja, stórra og smárra, fjórðungi er stýrt af rannsóknarstofnunum, og tíunda hluta af háskólum. Það er til marks um einbeittan vilja til að efla nýsköpun í atvinnulífinu að Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar um að efla framlög til sjóðsins verulega á ári kreppunnar. Hann hefur nú til umráða hærri fjárhæð en nokkru sinni, eða 690 milljónir, og veitir allt að 30 milljóna króna styrki til þriggja ára.Nýir frumherja- og markaðsstyrkir Það voru forréttindi að geta í gær kynnt tvo nýja styrkjaflokka á vegum Tækniþróunarsjóðs. Sérstakir Frumherjastyrkir verða nú veittir í fyrsta sinn til frumkvöðla og sprotafyrirtækja með verkefni á byrjunarstigi. Tilgangurinn er að gera frumherjum kleift að þróa góðar hugmyndir af frumstigi, og fleyta nægilega langt til að þær uppfylli skilyrði sjóðsins fyrir lengra komin verkefni. Styrkurinn getur numið 10 milljónum króna. Kröfur verða gerðar um verulegt nýnæmi, en til að auðvelda framgang verkefnanna eru kröfur um mótframlag lækkaðar um helming. Þegar sprotafyrirtæki hefur gengið í gegnum þróunarskeið og er komið með fullbúna vöru er fjármagn gjarnan á þrotum. Sprotann brestur burði til að koma afurðinni á markað. Það lokar um leið fyrir möguleika hans til að sækja sér þolinmótt fjármagn í formi hlutafjárkaupa Nýsköpunarsjóðs, en forsenda þess er trúverðug markaðsáætlun. Þetta er oft erfiðasti tálminn á vegferð sprotanna, og stundum kallaður "nýsköpunargjáin". Til að brúa hana hefur iðnaðarráðuneytið ákveðið að stofna flokk nýrra styrkja, svokallaða Brúarstyrki. Þeir eiga að greiða fyrir markaðssetningu og markaðsrannsóknir og geta fyrsta kastið numið allt að 5 milljónum króna. Hér er um algert nýmæli að ræða. Það mun stórauka möguleika smáyrkja og sprotafyrirtækja til að brjótast inn á gjöfula markaði.Öflugur þolinmæðissjóður Róttæk breyting verður svo í umhverfi sprotafyrirtækja í næstu viku þegar sjóðurinn Frumtak, sem ætlað er að útvega öflugum nýsköpunarsprotum þolinmótt fjármagn, tekur fyrstu ákvörðun sína um fjárfestingu í sprotafyrirtæki. Frumtak er samlagssjóður íslenska ríkisins, bankanna og sex stærstu lífeyrissjóðanna. Hann hefur svigrúm til að fjárfesta rúmlega fjóra milljarða króna á sjö ára líftíma, og vonir standa til að það aukist síðar á árinu um einn milljarð með þátttöku European Investment Fund. Sjóðurinn er ekki feigur, því á síðustu tólf árum hefur iðnaðarráðuneytið þurft þvisvar að blása í hann lífi - nú síðast þegar bankarnir hrundu. Ráðgert er að Frumtak fjárfesti 50 til 100 milljónir króna í 8 til 12 fyrirtækjum á hverju ári, samtals í kringum einn milljarð. Sjóðurinn mun taka ákvörðun um sína fyrstu sprotafjárfestingu í næstu viku, og starfsemi hans mun galopna nýjar dyr fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi.Þrenns konar Öndvegisstyrkir Þessu til viðbótar er ákveðið að verja samtals 270 milljónum króna á næstu þremur árum í sérstaka Öndvegisstyrki á þremur völdum sviðum: Orkulíftækni í þágu innlendrar vistvænnar eldsneytisframleiðslu; vistvænna bygginga og skipulags auk hagnýtra rannsókna um sjálfbæra ferðaþjónustu. Á hverju sviði verða veittir 1-2 styrkir í ár, og verkefnin halda þeim í þrjú ár. Þetta er gert í krafti ákvæða um sérstakar markáætlanir í lögum um Tækniþróunarsjóð. Sérstök áhersla verður lögð á náin tengsl við atvinnulífið, og beina þátttöku fyrirtækja. Í efnahagslægðinni, þar sem margir öflugir og velþjálfaðir starfsmenn hafa misst atvinnu sína, hefur iðnaðarráðuneytið einnig beitt sér fyrir samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð um að sjóðurinn leggi fullar atvinnuleysisbætur með starfsmönnum sem sprota- og nýsköpunarfyrirtæki ráða til sín af atvinnuleysisskrá. Fyrirtækin greiða síðan sjálf það sem á vantar. Þetta mun í senn styrkja fyrirtækin og skapa hundruðum Íslendinga sem misst hafa vinnu möguleika á að hasla sér völl á nýjum vettvangi.Auðlegð Íslands Kreppan má ekki drepa niður trúna á tækifærin sem felast í sterku menntakerfi, öflugum auðlindum og traustu velferðarkerfi. Í iðnaðarráðuneytinu höfum við mótað skýra stefnu um atvinnulíf morgundagsins. Hún byggist á þekkingarframleiðslu, nýsköpun og hátækni, skapandi afþreyingu, ferðaþjónustu á grundvelli náttúru og menningar, og skynsamlegri nýtingu á auðlindum til lands og sjávar - og undir hafsbotninum líka. Öflugur stuðningur við nýsköpun er besta leiðin til að breyta efnilegum sprotafyrirtækjum í sterka framtíðarstofna. Sá stuðningur verður endurgoldinn af fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi sem mun skapa Íslendingum mikilvægar gjaldeyristekjur og fjölda vellaunaðra starfa fyrr en varir. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun