Körfubolti

NBA: Boston tapaði fyrir Clippers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Pierce hafði engu að fagna í gær.
Paul Pierce hafði engu að fagna í gær. Nordic Photos/Getty Images

LA Clippers beit frá sér í NBA-boltanum í nótt þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum Boston Celtics, 93-91.

„Þetta er einn af þessum leikjum sem maður mun aldrei gleyma. Þessi sigur kemur okkur vonandi almennilega í gang," sagði Baron Davis, leikmaður Clippers, sem hafa haft litlu að fagna í vetur líkt og venjulega.

Zack Randolph var aðalmaðurinn hjá Clippers í gær með 30 stig og þar af síðustu 3 stig leiksins.

Celtics var án Kevin Garnett og Brian Scalabrine í leiknum og svo fór Paul Pierce úr lið á þumli í leiknum sem hjálpaði eðlilega ekki til. Reyndar fór þumallinn tvisvar úr lið á Pierce í leiknum sem skoraði samt 20 stig.

Þetta var aðeins þrettánda tap Celtics og fimmtándi sigur Clippers í vetur.

Úrslit næturinnar:

Washington-Philadelphia 98-106

Indiana-Memphis 104-99

New Jersey-Chicago 111-99

New York-Orlando 109-114

Minnesota-Utah 103-120

New Orleans-Detroit 90-87

San Antonio-Portland 99-84

Dallas-Milwaukee 116-96

Denver-Atlanta 110-109

Sacramento-Charlotte 91-98

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×