Er plús mínus? 5. nóvember 2009 06:00 Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun