Tilbrigði við Rómeó og Júlíu 8. janúar 2009 06:00 James Mangold er sagður ætla að leikstýra kvikmyndinni Júlíu sem fjallar um afkomanda einhverra þekktustu elskenda í heimi, Rómeó og Júlíu. Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira