Ánægja með Alonso, þrátt fyrir mistök 25. maí 2010 11:11 Fernando Alonso ræðir málin í símann í Mónakó, þar sem hann gerði afdrifarík mistök fyrir tímatökuna. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ánægður með Fernando Alonso og sér ekkert eftir að hafa ráðið hann, frekar en sannfæra Michael Schumacher um endurkomu til Ferrari. en Schumacher fór til Mercedes. "Það gekk vel með Schumacher, en það er búið. Engin eftirsjá og við erum ánægður með Alonso, bæði innan og utan brautar. Alonso er með rétta andann fyrir liðið og tengdur liðinu. Hann er mikill baráttujaxl", sagði Montezemolo í samtali við Gazzetta dello sport, en autosport.com greinir frá þessari frétt ítalska miðilsins. Alonso gerði mistök í síðustu keppni sem þýddu að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24. sæti af stað, en lauk keppni í sjötta sæti. Í sæti á undan Schumacher, sem var dæmdur fyrir að brjóta á Alonso í lokahring mótsins og færður í tólfta sæti. "Ég lít á það sem gerðist í Mónakó sem merki um of mikið sjálfstraust. Hann vildi finna keyr á ystu nöf og ná fremsta stað á ráslínu og keyrði á. Svo þjófstartaði hann í Kína vegna spennunnar, en við erum í frábærri stöðu í stigamótinu", sagði Montezemolo aðspurður um mistök Alonso í mótum ársins. Alonso er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, þremur stigum á eftir Mark Webber og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Tyrklandi um næstu helgi. Montzemolo ræddi jafnframt að allt væri opið gangvart Massa varðandi framtíðina, ef hann stæði sig vel, en samningur hans rennur út í lok ársins. Bæði nafn Robert Kubica og Mark Webber hafa verið rædd hvað Ferrari og 2011 varðar á vefmiðlum. Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ánægður með Fernando Alonso og sér ekkert eftir að hafa ráðið hann, frekar en sannfæra Michael Schumacher um endurkomu til Ferrari. en Schumacher fór til Mercedes. "Það gekk vel með Schumacher, en það er búið. Engin eftirsjá og við erum ánægður með Alonso, bæði innan og utan brautar. Alonso er með rétta andann fyrir liðið og tengdur liðinu. Hann er mikill baráttujaxl", sagði Montezemolo í samtali við Gazzetta dello sport, en autosport.com greinir frá þessari frétt ítalska miðilsins. Alonso gerði mistök í síðustu keppni sem þýddu að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24. sæti af stað, en lauk keppni í sjötta sæti. Í sæti á undan Schumacher, sem var dæmdur fyrir að brjóta á Alonso í lokahring mótsins og færður í tólfta sæti. "Ég lít á það sem gerðist í Mónakó sem merki um of mikið sjálfstraust. Hann vildi finna keyr á ystu nöf og ná fremsta stað á ráslínu og keyrði á. Svo þjófstartaði hann í Kína vegna spennunnar, en við erum í frábærri stöðu í stigamótinu", sagði Montezemolo aðspurður um mistök Alonso í mótum ársins. Alonso er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, þremur stigum á eftir Mark Webber og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Tyrklandi um næstu helgi. Montzemolo ræddi jafnframt að allt væri opið gangvart Massa varðandi framtíðina, ef hann stæði sig vel, en samningur hans rennur út í lok ársins. Bæði nafn Robert Kubica og Mark Webber hafa verið rædd hvað Ferrari og 2011 varðar á vefmiðlum.
Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira