Jafnrétti ein af forsendum hagsældar 6. mars 2010 06:00 Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla!
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar