Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni 3. september 2010 13:03 Sebastian Vettel ekur með Red Bull. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira