Golf

Eygló dregur sig úr landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eygló fer ekki með landsliðinu til Spánar.  Mynd/Stefán
Eygló fer ekki með landsliðinu til Spánar. Mynd/Stefán

Eygló Myrra Óskarsdóttur mun ekki fara með íslenska landsliðinu í golfi til Spánar þar sem sem landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu.

Í fréttatilkynningu frá Golfsambandinu segir að tæknibreytingar sem Eygló hafi verið að vinna með hafi ekki gengið sem skildi og hún sé því ekki að ná þeim árangri sem hún stefnir að.

Hún telur sig því ekki vera nógu góða fyrir landsliðið að þessu sinni og hefur því dregið sig úr landsliðshópnum.

Nína Björk Geirsdóttir hefur verið valin í hennar stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×