Sigurður Pétursson: Dýrafjarðargöng aftur á áætlun 30. apríl 2010 09:24 Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun