Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum 18. maí 2010 06:00 kaupin kynnt Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju.fréttablaðið/valli Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira