Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum 24. september 2010 20:14 Adrian Sutil á Force India tekur flugið í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra. Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra.
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira