Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við Hafsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:35 Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004. Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004.
Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira