Samræða eða slagorðakeppni? Salvör Nordal skrifar 4. desember 2010 05:00 Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun