Háspenna í Formúlu 1 titilslag í dag 7. nóvember 2010 12:01 Það verður mögnuð stemmning á meðal fjörugra áhorfenda á Jose Carlos Pace (Interlagos) brautinni í Brasilíu í dag, þar sem Fernando Alonso getur tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1, en þrír keppinauta hans eru þó framar á ráslínu og vilja hindra að slíkt gerist í dag. Aðeins tveimur mótum er ólokið og fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum Alonso er með 231 stig í keppni ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Ef Alonso nær 15 stigum meira en Webber í dag og 4 stigum meira en Hamilton og Vettel nær ekki að vera á undan honum, þá verður Alonso meistari. En það 23 ára þýskur ökumaður sem er fremstur á ráslínu, en Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náði besta tíma í tímökum í gær. "Það besta sem ég get gert er að ná góðri ræsingu og stinga þá af, en ef það verður þurrt þá gerist það ekki. Ég mun gera mitt besta, en þessir kappar eru að keppa um titilinn og ég vil ekki valda vandræðum. En við þurfum líka að hugsa um okkar hag", sagði Hulkenberg eftir tímatökuna í gær samkvæmt frétt á autosport.com. Bein útsending er í opinni dagskrá frá kappakstrinum í dag kl. 15.30 á Stöð 2 Sport og fjallað um mótið í þættinum Endamarkið á sömu stöð kl. 19.20 í kvöld. Rásröðin í dag 1. Hulkenberg Williams-Cosworth 2. Vettel Red Bull-Renault 3. Webber Red Bull-Renault 4. Hamilton McLaren-Mercedes 5. Alonso Ferrari 6. Barrichello Williams-Cosworth 7. Kubica Renault 8. Schumacher Mercedes 9. Massa Ferrari 10. Petrov Renault 11. Button McLaren-Mercedes 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Rosberg Mercedes 14. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 15. Buemi Toro Rosso-Ferrari 16. Heidfeld Sauber-Ferrari 17. Liuzzi Force India-Mercedes 18. Sutil Force India-Mercedes 19. Glock Virgin-Cosworth 20. Trulli Lotus-Cosworth 21. Kovalainen Lotus-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Klien HRT-Cosworth 24. Senna HRT-Cosworth Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það verður mögnuð stemmning á meðal fjörugra áhorfenda á Jose Carlos Pace (Interlagos) brautinni í Brasilíu í dag, þar sem Fernando Alonso getur tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1, en þrír keppinauta hans eru þó framar á ráslínu og vilja hindra að slíkt gerist í dag. Aðeins tveimur mótum er ólokið og fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum Alonso er með 231 stig í keppni ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Ef Alonso nær 15 stigum meira en Webber í dag og 4 stigum meira en Hamilton og Vettel nær ekki að vera á undan honum, þá verður Alonso meistari. En það 23 ára þýskur ökumaður sem er fremstur á ráslínu, en Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náði besta tíma í tímökum í gær. "Það besta sem ég get gert er að ná góðri ræsingu og stinga þá af, en ef það verður þurrt þá gerist það ekki. Ég mun gera mitt besta, en þessir kappar eru að keppa um titilinn og ég vil ekki valda vandræðum. En við þurfum líka að hugsa um okkar hag", sagði Hulkenberg eftir tímatökuna í gær samkvæmt frétt á autosport.com. Bein útsending er í opinni dagskrá frá kappakstrinum í dag kl. 15.30 á Stöð 2 Sport og fjallað um mótið í þættinum Endamarkið á sömu stöð kl. 19.20 í kvöld. Rásröðin í dag 1. Hulkenberg Williams-Cosworth 2. Vettel Red Bull-Renault 3. Webber Red Bull-Renault 4. Hamilton McLaren-Mercedes 5. Alonso Ferrari 6. Barrichello Williams-Cosworth 7. Kubica Renault 8. Schumacher Mercedes 9. Massa Ferrari 10. Petrov Renault 11. Button McLaren-Mercedes 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Rosberg Mercedes 14. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 15. Buemi Toro Rosso-Ferrari 16. Heidfeld Sauber-Ferrari 17. Liuzzi Force India-Mercedes 18. Sutil Force India-Mercedes 19. Glock Virgin-Cosworth 20. Trulli Lotus-Cosworth 21. Kovalainen Lotus-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Klien HRT-Cosworth 24. Senna HRT-Cosworth
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira