Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. apríl fyrir að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands í janúar en Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag.
Maðurinn var handtekinn á athafnasvæði í Sundahöfn í janúar og fundust efnin innanklæða. Efnin komu til landsins degi áður en maðurinn var handtekinn.
Maðurinn hefur játað brot sitt og auk þess sem hann viðurkenndi að hann ætlaði að afhenda öðrum manni efnin.