Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit 27. ágúst 2010 06:15 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun