Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit 27. ágúst 2010 06:15 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 01.03.2025 Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun