Engar liðsskipanir hjá Red Bull í titilslag Webbers og Vettels 27. október 2010 17:24 Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull, Sebastian Vettel, Mark Webber og Christian Horner, yfirmaður liðsins. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira