Ekki batnar það – ráðherra á villigötum 18. febrúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun