Aðlögun í boði ESB 30. ágúst 2010 06:00 Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun