Sameiginleg sóknaráætlun 29. janúar 2010 06:00 Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun