Umfjöllun: KR-ingar kláruðu Fjölnismenn undir lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. október 2010 20:55 Mynd/Vilhelm KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira