Með puttann í rassvasann Þórir Garðarsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun