Þér kemur það við 18. júní 2010 04:00 Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun