Íslendingurinn í danska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2010 10:30 Lindberg í leik gegn Íslendingum í vikunni. Fréttablaðið/Vilhelm Hans Óttar Tómasson er ef til vill ekki nafn sem margir þekkja. Enda er hann betur þekktur sem Hans Lindberg og hann er einn besti handknattleiksmaður heims. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg. Hans Lindberg á íslenska foreldra og er skráður í þjóðskrá sem Hans Óttar Lindberg Tómasson. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," segir hann í samtali við Fréttablaðið, en hann var staddur hér á landi í vikunni þar sem danska landsliðið mætti því íslenska í tveimur vináttulandsleikjum. „Ég fæddist í Danmörku og hef búið þar allt mitt líf," bætir hann við.Æ já, þú ert víst Íslendingur En hvort sem honum líkaði það betur eða verr þá ólst hann upp sem Íslendingur. Hann komst að því þegar hann var átján ára gamall og það kom honum í opna skjöldu. „Ég hafði sótt um skólastyrk hjá danska ríkinu en fékk þau skilaboð að hann fengi ég ekki þar sem ég væri ekki danskur. Ég rauk beint heim og spurði pabba hvernig stæði á þessu. „Æ, já. Þú ert víst Íslendingur," sagði hann." Hans fékk þó að velja hvort hann vildi vera áfram skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun." Þegar Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari í fyrra skiptið hafði hann eitt sinn samband við Hans. „Ég var þá að spila með Team Helsinge og Sigursteinn Arndal, sem lék þá líka með félaginu, hafði bent á mig. Þarna væri Íslendingur á ferð. En það kom aldrei til greina hjá mér að gefa kost á mér í íslenska landsliðið af sömu ástæðu og með ríkisfangið. Ég er Dani og þetta var í raun aldrei spurning í mínum huga."Foreldrarnir vilja jafntefli Hann neitar því þó ekki að það sé sérstök tilfinning að mæta íslenska landsliðinu. „Sérstaklega fyrir foreldra mína sem vilja helst fá jafntefli úr þessum leikjum," sagði hann en Íslendingar og Danir hafa einmitt oftar en ekki skilið jafnir í leikjum sínum undanfarin ár. „Það er líka gaman að fá að koma til Íslands og spila hér. Ég á marga ættingja hér á landi enda eiga foreldrar mínir fimm systkini hvort. Það er gaman að spila fyrir framan öll skyldmenni mín hér."Sárt að tapa fyrir Kiel Talið berst næst að þýska boltanum þar sem hann spilar með Hamburg. Liðið háði æsispennandi rimmu við Kiel um þýska meistaratitilinn og hafði síðarnefnda liðið betur eftir að hafa unnið nánast hreinan úrslitaleik liðanna þegar þau mættust í síðasta mánuði. „Vissulega voru vonbrigði að vinna ekki titilinn en við spiluðum mjög vel yfir allt tímabilið. Við töpuðum aðeins þremur leikjum og gerðum eitt jafntefli. En við töpuðum mjög mikilvægum leikjum. Fyrir Kiel í deildinni og svo Ciudad Real í Meistaradeildinni. Við vorum lélegir í þessum leikjum og úrslitin voru sanngjörn," segir hann. „Það var sérstaklega slæmt að vinna ekki Kiel. Við vorum á heimavelli og studdir af fjórtán þúsund áhorfendum. En þeir spiluðu vel og við vorum lélegir. Þetta var því sanngjarnt. En við reynum aftur á næsta ári." Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Hann hefur mikið álit á þeim. „Alfreð þekki ég ekki persónulega en mér finnst mikið til hans koma. Ég held að hann sé góður þjálfari. Handbolti er hans líf og hann er mjög tilfinningaríkur og stendur þétt við bakið á sínum mönnum."Aron verður einn sá besti Hann segir Aron einn efnilegasta leikmann heims um þessar mundir. „Hann er mjög góður og verður einn besti leikmaður heims eftir 2-3 ár. Hann hefur sýnt að hann getur þetta - það sáum við á EM í Austurríki en hann spilaði mjög vel gegn okkur." Hans varð Evrópumeistari með Danmörku árið 2008 en Danir töpuðu titlinum til Frakka þegar EM fór fram í Austurríki í janúar. Þá varð Ísland í þriðja sæti eftir að hafa unnið afar mikilvægan sigur á Dönum í riðlakeppninni. „Það voru mikil vonbrigði að tapa titlinum. Þetta réðst á leiknum gegn Íslandi. Við hefðum komist í undanúrslit hefðum við unnið hann. En Ísland vann sanngjarnan sigur í leiknum og spilaði mjög vel á þessu móti, rétt eins og á Ólympíuleikunum." Ísland getur tekið gullið Ísland hefur burði til að taka næsta skref og vinna gull á stórmóti, telur Hans. „Það eru 5-6 lið í heiminum sem geta unnið stórmót og Ísland er eitt þeirra. Frakkar eru líklega með bestu einstaklingana í sínu liði en þeir eru líka manneskjur sem tapa stundum. Króatar, Spánverjar og Pólverjar eru mjög sterkir. Við erum þarna líka en við erum með nýtt lið og þurfum meiri tíma saman." Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Hans Óttar Tómasson er ef til vill ekki nafn sem margir þekkja. Enda er hann betur þekktur sem Hans Lindberg og hann er einn besti handknattleiksmaður heims. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg. Hans Lindberg á íslenska foreldra og er skráður í þjóðskrá sem Hans Óttar Lindberg Tómasson. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," segir hann í samtali við Fréttablaðið, en hann var staddur hér á landi í vikunni þar sem danska landsliðið mætti því íslenska í tveimur vináttulandsleikjum. „Ég fæddist í Danmörku og hef búið þar allt mitt líf," bætir hann við.Æ já, þú ert víst Íslendingur En hvort sem honum líkaði það betur eða verr þá ólst hann upp sem Íslendingur. Hann komst að því þegar hann var átján ára gamall og það kom honum í opna skjöldu. „Ég hafði sótt um skólastyrk hjá danska ríkinu en fékk þau skilaboð að hann fengi ég ekki þar sem ég væri ekki danskur. Ég rauk beint heim og spurði pabba hvernig stæði á þessu. „Æ, já. Þú ert víst Íslendingur," sagði hann." Hans fékk þó að velja hvort hann vildi vera áfram skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun." Þegar Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari í fyrra skiptið hafði hann eitt sinn samband við Hans. „Ég var þá að spila með Team Helsinge og Sigursteinn Arndal, sem lék þá líka með félaginu, hafði bent á mig. Þarna væri Íslendingur á ferð. En það kom aldrei til greina hjá mér að gefa kost á mér í íslenska landsliðið af sömu ástæðu og með ríkisfangið. Ég er Dani og þetta var í raun aldrei spurning í mínum huga."Foreldrarnir vilja jafntefli Hann neitar því þó ekki að það sé sérstök tilfinning að mæta íslenska landsliðinu. „Sérstaklega fyrir foreldra mína sem vilja helst fá jafntefli úr þessum leikjum," sagði hann en Íslendingar og Danir hafa einmitt oftar en ekki skilið jafnir í leikjum sínum undanfarin ár. „Það er líka gaman að fá að koma til Íslands og spila hér. Ég á marga ættingja hér á landi enda eiga foreldrar mínir fimm systkini hvort. Það er gaman að spila fyrir framan öll skyldmenni mín hér."Sárt að tapa fyrir Kiel Talið berst næst að þýska boltanum þar sem hann spilar með Hamburg. Liðið háði æsispennandi rimmu við Kiel um þýska meistaratitilinn og hafði síðarnefnda liðið betur eftir að hafa unnið nánast hreinan úrslitaleik liðanna þegar þau mættust í síðasta mánuði. „Vissulega voru vonbrigði að vinna ekki titilinn en við spiluðum mjög vel yfir allt tímabilið. Við töpuðum aðeins þremur leikjum og gerðum eitt jafntefli. En við töpuðum mjög mikilvægum leikjum. Fyrir Kiel í deildinni og svo Ciudad Real í Meistaradeildinni. Við vorum lélegir í þessum leikjum og úrslitin voru sanngjörn," segir hann. „Það var sérstaklega slæmt að vinna ekki Kiel. Við vorum á heimavelli og studdir af fjórtán þúsund áhorfendum. En þeir spiluðu vel og við vorum lélegir. Þetta var því sanngjarnt. En við reynum aftur á næsta ári." Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Hann hefur mikið álit á þeim. „Alfreð þekki ég ekki persónulega en mér finnst mikið til hans koma. Ég held að hann sé góður þjálfari. Handbolti er hans líf og hann er mjög tilfinningaríkur og stendur þétt við bakið á sínum mönnum."Aron verður einn sá besti Hann segir Aron einn efnilegasta leikmann heims um þessar mundir. „Hann er mjög góður og verður einn besti leikmaður heims eftir 2-3 ár. Hann hefur sýnt að hann getur þetta - það sáum við á EM í Austurríki en hann spilaði mjög vel gegn okkur." Hans varð Evrópumeistari með Danmörku árið 2008 en Danir töpuðu titlinum til Frakka þegar EM fór fram í Austurríki í janúar. Þá varð Ísland í þriðja sæti eftir að hafa unnið afar mikilvægan sigur á Dönum í riðlakeppninni. „Það voru mikil vonbrigði að tapa titlinum. Þetta réðst á leiknum gegn Íslandi. Við hefðum komist í undanúrslit hefðum við unnið hann. En Ísland vann sanngjarnan sigur í leiknum og spilaði mjög vel á þessu móti, rétt eins og á Ólympíuleikunum." Ísland getur tekið gullið Ísland hefur burði til að taka næsta skref og vinna gull á stórmóti, telur Hans. „Það eru 5-6 lið í heiminum sem geta unnið stórmót og Ísland er eitt þeirra. Frakkar eru líklega með bestu einstaklingana í sínu liði en þeir eru líka manneskjur sem tapa stundum. Króatar, Spánverjar og Pólverjar eru mjög sterkir. Við erum þarna líka en við erum með nýtt lið og þurfum meiri tíma saman."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira