Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn 11. nóvember 2010 18:47 Mark Webber og Sebastian Vettel voru í fyrsta og öðru sæti í síðustu keppni á Red Bull og tryggðu liði sínu meistaratitil bílasmiða. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner. Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner.
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira