Háspennumót hefst við sólsetur og lýkur í flóðljósum 14. nóvember 2010 08:10 Mótið í Abu Dhabi í dag verður við sólsetur og flóðljósum. Mynd: Getty Images Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast. Skipan ökumanna á ráslínu gefur líka fyrirheitt um spennandi baráttu um titilinn og sjálfir telja ökumenn að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta hring. Taugaspennan verður í algleymingi og í fyrsta skipti í 60 ára sögu Formúlu 1 eiga fjórir ökumenn möguleika á titlinum. Fernando Alonso er efstur að stigum með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 220. Hamilton er í erfiðustu stöðunni og verður að sigra og vonast eftir því að Alonso fá ekki stig og að Vettel verði ekki ofar en í þriðja sæti og Webber í því sjötta og neðar. Vettel getur orðið yngsti meistari sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton frá árinu 2008. Þá gæti það haft áhrif á gang mála að allir ökumenn í titilslagnum eru búnir að nota kvóta sinn af nýjum vélum og leggja því af stað með notaða vél í keppni þar sem eknir eru 55 hringir um braut þar sem 1.2 km langur beinn kafli reynir á vélarnar á toppsnúning. Keppendur ræsa af stað skömmu fyrir sólsetur og aka síðan í flóðljósum til loka. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 12.30 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og þátturinn Endamarkið verður strax að honum loknumn. Þar er farið yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og spáð í næsta keppnistímabil. Sjá möguleika ökumanna í titilslagnum og brautarlýsingu á http://www.kappakstur.is Rásröðin í dag 1. Vettel Red Bull-Renault 2. Hamilton McLaren-Mercedes 3. Alonso Ferrari 4. Button McLaren-Mercedes 5. Webber Red Bull-Renault 6. Massa Ferrari 7. Barrichello Williams-Cosworth 8. Schumacher Mercedes 9. Rosberg Mercedes 10. Petrov Renault 11. Kubica Renault 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Sutil Force India-Ferrari 14. Heidfeld Sauber-Ferrari 15. Hulkenberg Williams-Cosworth 16. Liuzzi Force India-Ferrari 17. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 18. Buemi Toro Rosso-Ferrari 19. Trulli Lotus-Cosworth 20. Kovalainen Lotus-Cosworth 21. Glock Virgin-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Senna Hispania-Cosworth 24. Klien Hispania-Cosworth Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast. Skipan ökumanna á ráslínu gefur líka fyrirheitt um spennandi baráttu um titilinn og sjálfir telja ökumenn að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta hring. Taugaspennan verður í algleymingi og í fyrsta skipti í 60 ára sögu Formúlu 1 eiga fjórir ökumenn möguleika á titlinum. Fernando Alonso er efstur að stigum með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 220. Hamilton er í erfiðustu stöðunni og verður að sigra og vonast eftir því að Alonso fá ekki stig og að Vettel verði ekki ofar en í þriðja sæti og Webber í því sjötta og neðar. Vettel getur orðið yngsti meistari sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton frá árinu 2008. Þá gæti það haft áhrif á gang mála að allir ökumenn í titilslagnum eru búnir að nota kvóta sinn af nýjum vélum og leggja því af stað með notaða vél í keppni þar sem eknir eru 55 hringir um braut þar sem 1.2 km langur beinn kafli reynir á vélarnar á toppsnúning. Keppendur ræsa af stað skömmu fyrir sólsetur og aka síðan í flóðljósum til loka. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 12.30 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og þátturinn Endamarkið verður strax að honum loknumn. Þar er farið yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og spáð í næsta keppnistímabil. Sjá möguleika ökumanna í titilslagnum og brautarlýsingu á http://www.kappakstur.is Rásröðin í dag 1. Vettel Red Bull-Renault 2. Hamilton McLaren-Mercedes 3. Alonso Ferrari 4. Button McLaren-Mercedes 5. Webber Red Bull-Renault 6. Massa Ferrari 7. Barrichello Williams-Cosworth 8. Schumacher Mercedes 9. Rosberg Mercedes 10. Petrov Renault 11. Kubica Renault 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Sutil Force India-Ferrari 14. Heidfeld Sauber-Ferrari 15. Hulkenberg Williams-Cosworth 16. Liuzzi Force India-Ferrari 17. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 18. Buemi Toro Rosso-Ferrari 19. Trulli Lotus-Cosworth 20. Kovalainen Lotus-Cosworth 21. Glock Virgin-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Senna Hispania-Cosworth 24. Klien Hispania-Cosworth
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira