Afnám umdeildra vatnalaga 12. júní 2010 06:00 Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skúli Helgason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun