Við fækkum þingmönnum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2010 14:36 Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun