Við fækkum þingmönnum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2010 14:36 Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun