Almenningur vill sjá vægari refsingar 24. ágúst 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til refsinga benda til þess að almenningur hér á landi sé í reynd refsimildari en dómstólar. Hinn almenni borgari vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Ekki endilega með lengri fangelsisvist. Fréttablaðið/Vilhelm Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira