Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Jose Mourinho, styður golfíþróttina í Portúgal. Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti