Valsstúlkur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í kvennaflokki í knattspyrnu en liðið lagði þá Fylki í úrslitaleik.
Lokatölur 4-0 fyrir Val sem hafði talsverða yfirburði í leiknum.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í gær en hin mörk Vals skoruðu Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir.