Webber stefnir sigur í Brasilíu 4. nóvember 2010 15:12 Mark Webber að tjaldabaki í mótinu í Brasilíu eftir að hafa komið fyrstur í mark og tekið á móti verðlaunum sínum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum. Webber var í 14 stiga forystu í stigamóti ökumanna fyrir síðustu keppni, en gerði afdrifarík mistök í akstri og féll úr leik með laskaðan bíl. Webber er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en Alonso getur orðið meistari um helgina ef hann nær hagstæðum úrslitum og keppinautar hans skáka honum ekki stigalega séð. Ef Webber sigrar í Brasilíu á sunnudaginn og síðan í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi getur hann orðið meistari, sama hvaða árangri Alonso nær og aðrir kappar í titilslagnum eiga þá heldur ekki möguleika. Webber telur mótið í Brasilíu eitt það skemmtilegasta á ári hverju, þar sem góð stemmning er á mótssvæðinu meðal áhorfenda. Fjórir brasilískir Formúlu 1 ökumenn keppa um helgina á Interlagos brautinni. Þetta eru þeir Felipe Massa, Rubens Barrichello, Lucas di Grassi og Bruno Senna. "Brasílumenn eru áhugasamnir um akstursíþróttir og hafa átt marga meistara gegnum tíðina. Ég á auðvitað góðar minningar frá keppninni í fyrra. Það var skemmtilegt mót að vinna og ég mun augljóslega reyna að ná öðrum sigri í ár. Við verðum að ná sem bestum úrslitum á lokasprettinum", sagði Webber í tilkynningu frá Red Bull liðinu á f1.com. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum. Webber var í 14 stiga forystu í stigamóti ökumanna fyrir síðustu keppni, en gerði afdrifarík mistök í akstri og féll úr leik með laskaðan bíl. Webber er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en Alonso getur orðið meistari um helgina ef hann nær hagstæðum úrslitum og keppinautar hans skáka honum ekki stigalega séð. Ef Webber sigrar í Brasilíu á sunnudaginn og síðan í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi getur hann orðið meistari, sama hvaða árangri Alonso nær og aðrir kappar í titilslagnum eiga þá heldur ekki möguleika. Webber telur mótið í Brasilíu eitt það skemmtilegasta á ári hverju, þar sem góð stemmning er á mótssvæðinu meðal áhorfenda. Fjórir brasilískir Formúlu 1 ökumenn keppa um helgina á Interlagos brautinni. Þetta eru þeir Felipe Massa, Rubens Barrichello, Lucas di Grassi og Bruno Senna. "Brasílumenn eru áhugasamnir um akstursíþróttir og hafa átt marga meistara gegnum tíðina. Ég á auðvitað góðar minningar frá keppninni í fyrra. Það var skemmtilegt mót að vinna og ég mun augljóslega reyna að ná öðrum sigri í ár. Við verðum að ná sem bestum úrslitum á lokasprettinum", sagði Webber í tilkynningu frá Red Bull liðinu á f1.com.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira