Óþarft framsal Pawel Bartoszek skrifar 10. nóvember 2010 10:08 Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun