Petrov fyrsti kostur hjá Lotus Renault við hlið Kubica 2011 9. desember 2010 15:16 Rússinn Vitaly Petrov er 26 ára gamall og ók með Renault í ár. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar. Fyrirtækið Genii Capital og Renault unnu saman með Renault liðið í ár og Genii keypti síðan eignarhluti Renault í liðinu og seldi síðan Lotus 50% eignarhlut. Liðið mun áfram nota Renault vélar og tæknibúnað frá franska bílaframleiðandanum. Robert Kubica verður ökumaður Lotus Renault liðsins, en hann hefur verið ökumaður Renault, rétt eins og Petrov. "Fyrsti kostur okkar er að halda áfram með Vitaly, en hann þarf að setjast niður með okkur og ræða málin. Hann var í uppskurði í síðustu viku og hafði því ekki tíma til að ræða við Eric Bouiller (yfirmann liðsins) og tæknimennina", sagði Gerard Lopez, einn af eigendum Lotus Renault liðsins í frétt á autosport.com. "Staðan er sú að við munum taka ákvörðun eftir þessar viðræður og höfum heyrt hans skilning á hvað það þýðir ef hann verður áfram hjá liðinu. Okkar væntingar eru að hann geti gert það sem hann gerði í Ungverjalandi og Abu Dhabi oftar. Við vitum að hann hefur hraðann, en vitum líka að hann skortir einbeitingu á mótshelgum. Ef við höldum Vitaly, þá verður hann að vera stöðugri", sagði Lopez. Líkur eru á því að tvö lið verði með Lotus nafninu á næsta ári. Lotus Renault liðið og svo Team Lotus sem keppti á þessu ári með Cosworth vélar, en verður með Renault vélar á næsta ári. Ökumenn þess liðs verða Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira