Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR 21. maí 2010 06:00 Háskóli Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira