Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju Toshiki Toma skrifar 17. desember 2010 06:00 Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar