Hamilton: Montreal hentar McLaren 10. júní 2010 17:21 Lewis Hamilton vann síðast þegar keppt var í Kanada árið 2007. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton vann síðustu keppni, sem fram fór í Tyrklandi og telur að McLaren bíll sinn henti vel á götubrautina í Montreal í Kanada þar sem keppt er um helgina. Hann vann mótið í Kanada árið 2007, en Robert Kubica vann 2008, en ekki var keppt 2009. !Þetta er braut sem veitir Red Bull kannski ekki forskot. Þeir verða þó sterkir í beygju 4, 7 og 9, en við verðum góðir á beinu köflunum. Önnur lið eru að þróa bíla sína og við líka, en vonandi hentar okkar bíll brautinni betur en reyndist rauninn í Mónakó", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum í Kanada í dag. Autosport.com greinir frá þessu.Hamilton segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist á laugardag, en þá fer tímatakan fram. Red Bull hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins."Við sjáum á laugardag hver raunhraði okkar verður. Við höfum ekki tekið risaskref til að minnka forskotið. Ég geri ráð fyrir að Red Bull verði sterkt.""Mér hefur yfirleitt gengið vel hérna, en veit ekki afhverju. Þetta er einskonar götubraut sem mér gengur vel á. Ég hef alltaf getað still bílnu upp og brautin hentar mínum akstursstíl. Vonandi gerist það sama þessa helgina og ég er að vona að bíllinn sé samkeppnisfær við þá fremstu. Ég hlakka til að keppa, þar sem það er nokkuð liðið síðan ég hef keppt hérna", sagði Hamilton. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann síðustu keppni, sem fram fór í Tyrklandi og telur að McLaren bíll sinn henti vel á götubrautina í Montreal í Kanada þar sem keppt er um helgina. Hann vann mótið í Kanada árið 2007, en Robert Kubica vann 2008, en ekki var keppt 2009. !Þetta er braut sem veitir Red Bull kannski ekki forskot. Þeir verða þó sterkir í beygju 4, 7 og 9, en við verðum góðir á beinu köflunum. Önnur lið eru að þróa bíla sína og við líka, en vonandi hentar okkar bíll brautinni betur en reyndist rauninn í Mónakó", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum í Kanada í dag. Autosport.com greinir frá þessu.Hamilton segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist á laugardag, en þá fer tímatakan fram. Red Bull hefur náð besta tíma í öllum tímatökum ársins."Við sjáum á laugardag hver raunhraði okkar verður. Við höfum ekki tekið risaskref til að minnka forskotið. Ég geri ráð fyrir að Red Bull verði sterkt.""Mér hefur yfirleitt gengið vel hérna, en veit ekki afhverju. Þetta er einskonar götubraut sem mér gengur vel á. Ég hef alltaf getað still bílnu upp og brautin hentar mínum akstursstíl. Vonandi gerist það sama þessa helgina og ég er að vona að bíllinn sé samkeppnisfær við þá fremstu. Ég hlakka til að keppa, þar sem það er nokkuð liðið síðan ég hef keppt hérna", sagði Hamilton.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira