Er fækkun þingmanna raunhæf? Haukur Arnþórsson skrifar 22. nóvember 2010 11:59 Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun