Erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun