Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli 9. ágúst 2010 09:23 Robert Kubica og Fernando Alonso á ökumannskynningu á mótsstað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira